Eins og við flest vitum er Hönnunarmars að bresta á Undanfarin ár hef ég setið í stjórn Hönnunarmiðstöðvar fyrir okkar hönd og veit að þegar að þessum viðburði kemur er starfsfólk Hönnunarmiðstvöðarinnar út um allan bæ alla dagana meðan hátíðin fer fram með mikið af erlendum gestum og blaðamönnum og oft er það höfðuverkur í hverju á að vera og hvað á að bera við. Stjórn FÍG langar að athuga hvort einhverjir félagsmenn væru tilbúnir í að lána skartgripi sem starfsfólkið gæti notað þessa daga.
Það væri best ef hægt væri að setja saman smá pakka sem inniheldur t.d. hálsmen, eyrnalokka, hring og jafnvel armband. Það má einnig vera herraskart. Ástríður Magnúsdóttir starfsmaður Hönnunarmiðstöðvar tekur á móti skartinu og heldur utan um lánið innan þeirra hóps. Það væri frábært ef nokkrir aðilar væru tilbúnir að leggja okkur lið og við myndum um leið sýna gott fordæmi. Okkar tengiliður frá FÍG í þessu verkefni er Unnur Björnsdóttir og er hægt að hafa samband við hana ef spurningar vakna. unnureir@gmail.com eða gsm: 698 6876.
Hönnunarmars byrjar á miðvikudaginn n.k. þannig að gott væri ef þið sem áhuga hafið á því að taka þátt komi skartinu í Hönnunarmiðstöð, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, fyrir miðvikudaginn 26. mars.
Með kveðju og von um góðar viðtökur,
F.h stjórnar FÍG
Arna Arnardóttir