Dóra Jónsdóttir gullsmiður fjallar um skautbúning Alexandrínu Danadrottningar

AlexandrinaÞriðjudaginn 1. apríl klukkan 12 mun Dóra Jónsdóttir gullsmiður fjalla um skautbúning Alexandrínu Danadrottningar í hádegisfyrirlestri í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Árið 2006 var haldin ráðstefna þjóðbúningafélaga af öllum Norðurlöndum þar sem sérstaklega var fjallað um silfur og málmskraut á þjóðbúningum. Þá komu upp hugmyndir um að gaman væri að fá búning Alexandrínu drottningar til sýninga hér á landi. Við nánari athugun kom í  ljós að skartið sem smíðað er úr 14 karata gulli er geymt í Þjóðminjasafni Dana en búningurinn sjálfur á öðrum stað og því óljóst hvort þessi draumur verður nokkru sinni að veruleika.

Með kveðju,
Ólöf Breiðfjörð – Kynningarstjóri Þjóðminjasafns Íslands