Karl Guðmundsson (1905- 1950) myndskeri frá Þinganesi lærði myndskurð hjá Ríkarði Jónssyni. Karl hannaði muni fyrir marga gullsmiði, nefna má Guðjón Bernharðsson og Guðlaug A. Magnússon. Fyrir þá teiknaði hann skartgripi og borðbúnað sem enn er framleiddur áratugum eftir sviplegt fráfall listamannsins Karls Guðmundssonar sem lesa má um hér.