Á Menningarnótt

DYRA

Í tilefni Menningarnætur laugardaginn 23. ágúst mun Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður opna nýja sýningu Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Aðalstræti 10 í Reykjavík.

Dýrfinna mun sýna tvær ólíkar línur í skartgripagerð. Hún fetar óhefðbundnar slóðir eins og svo oft áður og gerir nú tilraunir með salt úr Saltvinnslunni á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og nýtir með því eðalmálma og kynnir einnig gripi sem unnir eru með textílaðferð.

Á Menningarnótt verður sýningin er opin frá kl. 12.00 – 22.00 og mun Dýrfinna verða á staðnum og  taka á móti gestum.

Heimasíða Dýrfinnu: www.diditorfa.com