Íslenskir gullsmiðir í Bella Center.

Frá Alfreð Wolfgang Gunnarssyni: Í gær byrjaði Norðulandameistaramót í gullsmíði. Íslensku þátttakendurnir okkar þær Alda Halldórsdóttir (meistari Anna María) og Sunna Björg Reynisdóttir (meistari Þórbergur Halldórsson) standa sig vel og eru faginu okkar og landi til sóma.
Það fylgir mynd með af gripnum sem þátttakendurnir eru að smíða, og eins og sést er það nákvæmnisvinna, og góð verðlaun að keppa um, plús titillinn Norðurlandameistari.