Dóra Jónsdóttir gullsmiður fjallar um skautbúning Alexandrínu Danadrottningar

Þriðjudaginn 1. apríl klukkan 12 mun Dóra Jónsdóttir gullsmiður fjalla um skautbúning Alexandrínu Danadrottningar í hádegisfyrirlestri í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Fyrirlesturinn er öllum opinn.Árið 2006 var haldin ráðstefna þjóðbúningafélaga af öllum Norðurlöndum þar sem sérstaklega var fjallað um silfur og málmskraut á þjóðbúningum. Þá komu upp hugmyndir um að gaman væri að fá búning Alexandrínu drottningar […]

Kæru gullsmiðir

Eins og við flest vitum er Hönnunarmars að bresta á Undanfarin ár hef ég setið í stjórn Hönnunarmiðstöðvar fyrir okkar hönd og veit  að þegar að þessum viðburði kemur er starfsfólk Hönnunarmiðstvöðarinnar út um allan bæ alla dagana meðan hátíðin fer fram með mikið af erlendum gestum og blaðamönnum og oft er það höfðuverkur í […]

SAMSPIL

Félag Íslenskra Gullsmiða stendur fyrir samsýningu á skartgripum í Hörpu, sem ber heitið SAMSPIL. Á sýningunni mun margvísleg efnisnotkun, tíska og hefðir mætast. Gullsmiðirnir/hönnuðurnir hafa ólíkan bakgrunn sem gerir afraksturinn sérlega fjölbreyttan og skemmtilegan. Opnun sýngarinnar verður 27.mars kl:18. Sýningin mun standa til 30.mars.

Hádegisfyrirlestur Gunnars Karlssonar

Þriðjudag 18. 3. flytur Gunnar hádegisfyrirlestur um Sigurð Vigfússon. Hann var forstöðumaður Forngripasafnsins, sem síðar fékk nafnið Þjóðminjasafn Íslands, frá því um 1880 til dauðadags 1892. Hann var af fátæku fólki kominn, ólæs 14 ára gamall samkvæmt vitnisburði sóknarprests og fór ekki í skóla. Síðar nam hann gullsmíði í Kaupmannahöfn og stundaði þá iðju í […]

ÍSLANDSMÓT IÐN- OG VERKGREINA

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Kórnum Kópavogi  6. – 8. mars og er keppnin sú stærsta til þessa. 5 gullsmíðanemar taka þátt nú í fyrsta sinn. Það er hollt fyrir sálina að sjá unga fólkið að störfum og eflir bjartsýni, eftir nokkur dimm og drungaleg ár. Framhaldsskólar landsins taka þátt í mótinu og verða með kynningu […]

Þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafninu.

Sunnudaginn 9. mars verður þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni Íslands og fólk hvatt til að mæta í þjóðbúningi síns heimalands. Dagskrá hefst klukkan 14 með dansi í anddyri safnsins en klukkan 15 verður leiðsögn um sýninguna Silfur Íslands. Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra en gestir í þjóðbúningi […]