Félagsfundur

Ágætu félagsmenn  Félagsfundur Félags íslenskra gullmsiða verður haldinn þriðjudaginn 18. júní n.k. í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð og hefst klukkan 19:00.  Dagskrá:  Inntaka nýrra félagsmanna  Afmælisnefnd – Þeir sem hafa áhuga á að starfa í nefndinni eru hvattir til að mæta. App í snjallsíma – Hluti af markaðátaki FÍG Hugmyndir um fagfélag sem […]

Íslenzk silfursmíð

Þjóðminjasafn Íslands hefur gefið út rit Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, Íslenzk silfursmíð.  Þór hefur rannsakað íslenska silfursmíð um áratuga skeið og birtast rannsóknir hans nú á prenti í bókinni sem er í tveimur bindum.  Þessa dagana, í apríl, er bókin á tilboðsverði. Ritstjóri er Bryndís Sverrisdóttir.

Sigurður H. Bjarnason gullsmíðameistari

Hér er fróðleg grein um Sigurð H. Bjarnason gullsmíðameistara sem bróðir hans Stefán Bjarnason yfirlögregluþjónn á Akranesi skrifaði 2011.  Sigurður fæddist 1912 og lifði á tímum mikilla umbreytinga.  Hann þjáðist af vanheilsu lengst af sem markaði líf hans.  Greinin er óvenju heiðarleg ef svo má segja og sýnir hve lífsleiðin er fólki miserfið.  Netnefnd þakkar […]

GÞ í Bankastræti

Netnefndin var á ferð í gamla miðbænum og leit inn hjá Ólafi G. Jósefssyni í Bankastræti.  Hann, ásamt konu sinni og börnum reka verslunina Guðmundur Þorsteinsson eða GÞ skartgripir og úr.  Verslunin á sér langa sögu og merka er nær aftur til ársins 1925.

Aðalfundur FÍG 2013.

Aðalfundur FÍG verður haldinn laugardaginn 2. mars n.k. að Hótel Holti og hefst klukkan 16:00.  Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verður snæddur kvöldverður og mun skemmtinefndin taka málin í sínar hendur þegar líða tekur á kvöldið.  Veglegt happdrætti, tilboð á barnum og fleira í boði.  Fjölmennum, stjórnin.

Sigmar Ó. Maríusson

Netnefnd heimsótti Sigmar Ó. Maríusson gullsmið á sprengidegi 2013 í fallegu veðri. Fyrr um daginn hafði Sigmar svipast um eftir skrímslum.  Sjá má mynd af skrímsli einu á síðunni sem tengist þessum pósti þar sem einnig má finna vísukorn um Steingrím J. Sigfússon sveitunga Sigmars.

4 fræknar

Þær stöllurnar Arna Arnardóttir, Harpa Kristjánsdóttir og dóttir hennar Hera ásamt Lovísu Halldórsdóttur Olesen starfrækja við Súðarvog 44 gullsmíðavinnustofu sem er vel tækjum búin og umfram allt snyrtileg. Arna sem gegnir nú formannsembætti í Félagi íslenskra gullsmiða eins og flestum er kunnugt segir að þetta fyrirkomulag henti henni sérstaklega vel. Meira hér.