Leiðin að Silfri Íslands

lilja2Þriðjudaginn 15. október kl. 12  flytur Lilja Árnadóttir erindi sem hún nefnir Leiðin að Silfri Íslands. 

Í erindinu sem er liður í fyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins mun Lilja varpa ljósi á hversu fjölþætt vinna, umfangsmikil skráning og rannsóknir liggja að baki sýningunni Silfur Íslands sem nú stendur í Bogasal Þjóðminjasafnsins.

Bleika slaufan 2013

24miniBleika Slaufan 2013 er hönnuð af þeim Ástþór og Kjartani gullsmiðum hjá Orr og er sérlega falleg þetta árið. Bleika Silfurslaufan 2013 er handunnin viðhafnarútgáfa Bleiku Slaufunnar, og er hún smíðuð á verkstæði hönnuðanna, Orr í Bankastræti 11. Þar er hún fáanleg og einnig hjá gullsmiðum víða um land.

Orr gefur alla vinnu við hönnun og smíði slaufunnar sem og allan ágóða af sölu hennar og rennur hann til Krabbameinsfélagsins.

Form slaufunnar  myndar tákn óendanleikans sem umlykur steininn. Hún minnir okkur þannig á að óendanlegur kærleikur okkar hvert í annars garð er dýrmætasta umgjörðin um lífið og mikilvægi þess að við stöndum þétt saman þegar erfiðleikar steðja að.  Heimasíða Orr.

Gullsmiðadagurinn

Kæru félgsmennn.

Gullsmiðadagurinn er framundan þann 19. október nk.  Boðið verður uppá ókeypis hreinsun á skartgrip eins og fyrri ár.  Auglýsing í útvarpi mun hljóma þessa sömu daga með nafni hverrar búðar sem tekur þátt.

Þeir sem hafa áhuga að vera með vinsamlega tilkynnið það hið allra fyrsta á netfangið:  skartis@mmedia.is  eða í síma:

Bolli  8211618

Karl  8234228

Haukur 5777740

Leifur 6186604

 

Auglýsing frá Guðjóni og Aðalbirni.

gudjon1

 

Dóra G. Jónsdóttir sendi þessa skemmtilegu auglýsingu frá 1928. Í bréfi sem fylgdi segir hún:

,,Fann þessa gömlu auglýsingu og fannst líklegt að fleirum þætti gaman
að sjá hana.  Þarna er líka staðfesting á samstarfi þeirra Aðalbjarnar og Guðjóns.”

Aðalbjörn Pétursson AP (1902 – 1955) og Guðjón Rósinkrans Bernharðsson GB (1901 – 1978) notuðu stimpilinn G&A þegar þeir störfuðu saman.