Prýði, Hönnunarsafni Íslands 18. október til 25. janúar 2015.

prydi_2Félag íslenskra gullsmiða heldur upp á 90 ára afmæli sitt á þessu ári og er sýningin Prýði unnin í samstarfi við félagið af því tilefni. Á sýningunni eru gripir eftir 40 gullsmiði sem voru gefnar frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni. Gullsmiðirnir eru á ólíkum aldri, þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og byggt upp atvinnurekstur og tekið til sín lærlinga, svo og yngra fólk sem sýnir við hlið meistara sinna og hefur á síðustu árum skapað sér nafn og sérstöðu með þátttöku í fjölda sýninga og rekstri vinnustofa eða verslana. Nýútskrifaðir gullsmiðir eru einnig meðal sýnenda og þátttaka þeirra er mikilvægur hluti þess sem sýningunni er ætlað að gera, að varpa ljósi á þá breidd sem ríkir í íslenskri gullsmíði í dag.

Smíðisgripir, corpus, eru fátíðari í dag en áður fyrr. Á sýningunni má þó finna glæsilegt dæmi um slíka nýsmíði er tengir saman nútíð og fortíð. Skartgripir skipa stærstan sess á sýningunni. Í þessum verkum gætir mikillar fjölbreytni og helst má flokka skartgripina eftir hefðbundinni nálgun í efnisvali annars vegar og hins vegar þar sem ögrandi andstæður byggja á óhefðbundnari efnum og formum. Nákvæm handverksþekking og listræn smíði skapa nýjar víddir á sviði skartgripahönnunar, í samræmi við ríkjandi strauma og stefnur í alþjóðlegri skartgripahönnun í dag.

Hönnun sýningar: Helga Sif Guðmundsdóttir.

90 ára afmælissýning FÍG

Kæru félagsmenn.

Að gefnu tilefni vill sýningarnefnd afmælissýningar FÍG taka fram eftirfarandi: Smíðisgripir sýningarinnar eru EKKI bundnir ákveðnu þema. Á tveimur félagsfundum síðastliðið vor fór fram umræða um hvort binda ætti sýninguna við ákveðið þema og var einkum rætt um íslenska myndlist/höggmyndlist í því sambandi. Mörgum leist vel á en öðrum ekki, eins og gengur. Niðurstaðan varð sú að ákveðið var að binda ekki hendur gullsmiða. Frestur til að skila inn sýningargripum hefur verið framlengdur. Skila á sýningargripum til Hönnunarsafns Íslands mánudaginn 22. september.

Með kærri kveðju,

Edda, Halla og Sif

Á Menningarnótt

DYRA

Í tilefni Menningarnætur laugardaginn 23. ágúst mun Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður opna nýja sýningu Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Aðalstræti 10 í Reykjavík.

Dýrfinna mun sýna tvær ólíkar línur í skartgripagerð. Hún fetar óhefðbundnar slóðir eins og svo oft áður og gerir nú tilraunir með salt úr Saltvinnslunni á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og nýtir með því eðalmálma og kynnir einnig gripi sem unnir eru með textílaðferð.

Á Menningarnótt verður sýningin er opin frá kl. 12.00 – 22.00 og mun Dýrfinna verða á staðnum og  taka á móti gestum.

Heimasíða Dýrfinnu: www.diditorfa.com

 

Karl Guðmundsson

karl-gudmundssonKarl Guðmundsson (1905- 1950) myndskeri frá Þinganesi lærði myndskurð hjá Ríkarði Jónssyni. Karl hannaði muni fyrir marga gullsmiði, nefna má Guðjón Bernharðsson og Guðlaug A. Magnússon. Fyrir þá teiknaði hann skartgripi og borðbúnað sem enn er framleiddur áratugum eftir sviplegt fráfall listamannsins Karls Guðmundssonar sem lesa má um hér.

Sveinspróf 2014

Fimmtudaginn 5. júní kl. 18:00 mun FÍG fagna útskrift gullsmiðasveina sem luku prófi 30. maí, í húsi SI Borgartúni 35. Félagar notum tækifærið og fögnum með nýsveinum merkum áfanga í lífi þeirra. Léttar veitingar í boði. Á síðu Iðunnar má fræðast um tilhögun sveinsprófs og þær kröfur sem gerðar eru við smíði sveinsstykkja.

Hér er mynd af sveinunum sjö.

Kæru félagsmenn FÍG

Við höldum áfram að undirbúa 90 ára afmæli félagsins sem við munum fagna með afmælissýningu á Hönnunarsafni Íslands í október 2014, ef guð lofar. Afmælisnefndin hefur skipulagt nokkra viðburði til undirbúnings sýningarinnar.

Næsti viðburður í undirbúningi sýningarinnar og jafnframt sá síðasti ber yfirskriftina Hvernig hugmynd verður að vöru. En þar mun Þórunn Ásgeirsdóttir vöruhönnuður kynna fyrir okkur heim vöruhönnunar. Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 26. maí. Í fundarsal SI (1.hæð) að Borgartúni 35 og hefst stundvíslega kl. 18:45. Þátttökugjald er 1.500.- kr. (léttar veitingar innifaldar). Vinsamlegast tilkynnið Þátttöku með tölvupósti á netfangi! thora@si.is Í lok fundarins verður svarað spurningum er brenna á fólki.

Afmælisnefndin hvetur alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í undirbúningi
og mótun afmælissýningarinnar.
Kveðja,
Afmælisnefndin.

Áríðandi tilkynning frá skemmtinefnd!

Elskulegu GULLMOLAR í FÍG

Langþráður Hamingjutími a.k.a. „Happy Hour“ er á næsta leyti.  Við ætlum að hittast fimmtudaginn, þann 15. maí, kl. 19:00 á veitingastaðnum B5, í Bankastræti 5, Reykjavík.  Athugið að þeir sem ekki vilja hella í sig einum (mörgum) svellköldum geta alveg keypt sér kaffi eða kók.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Skemmtinefnd Félags íslenskra gullsmiða

 

Dóra Jónsdóttir gullsmiður fjallar um skautbúning Alexandrínu Danadrottningar

AlexandrinaÞriðjudaginn 1. apríl klukkan 12 mun Dóra Jónsdóttir gullsmiður fjalla um skautbúning Alexandrínu Danadrottningar í hádegisfyrirlestri í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Árið 2006 var haldin ráðstefna þjóðbúningafélaga af öllum Norðurlöndum þar sem sérstaklega var fjallað um silfur og málmskraut á þjóðbúningum. Þá komu upp hugmyndir um að gaman væri að fá búning Alexandrínu drottningar til sýninga hér á landi. Við nánari athugun kom í  ljós að skartið sem smíðað er úr 14 karata gulli er geymt í Þjóðminjasafni Dana en búningurinn sjálfur á öðrum stað og því óljóst hvort þessi draumur verður nokkru sinni að veruleika.

Með kveðju,
Ólöf Breiðfjörð – Kynningarstjóri Þjóðminjasafns Íslands