Kæru gullsmiðir

Eins og við flest vitum er Hönnunarmars að bresta á Undanfarin ár hef ég setið í stjórn Hönnunarmiðstöðvar fyrir okkar hönd og veit  að þegar að þessum viðburði kemur er starfsfólk Hönnunarmiðstvöðarinnar út um allan bæ alla dagana meðan hátíðin fer fram með mikið af erlendum gestum og blaðamönnum og oft er það höfðuverkur í hverju á að vera og hvað á að bera við. Stjórn FÍG langar að athuga hvort einhverjir félagsmenn  væru tilbúnir í að lána skartgripi sem starfsfólkið gæti notað þessa daga. 

Það væri best ef hægt væri að setja saman smá pakka sem inniheldur t.d. hálsmen, eyrnalokka, hring og jafnvel armband.  Það má einnig vera herraskart.  Ástríður Magnúsdóttir starfsmaður Hönnunarmiðstöðvar tekur á móti skartinu og heldur utan um lánið innan þeirra hóps. Það væri frábært ef nokkrir aðilar væru tilbúnir að leggja okkur lið og við myndum um leið sýna gott fordæmi. Okkar tengiliður frá FÍG í þessu verkefni er Unnur Björnsdóttir og er hægt að hafa samband við hana ef spurningar vakna.  unnureir@gmail.com eða gsm: 698 6876.

Hönnunarmars byrjar á miðvikudaginn n.k. þannig að gott væri ef þið sem áhuga hafið á því að taka þátt komi skartinu í Hönnunarmiðstöð, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, fyrir miðvikudaginn 26. mars.

Með kveðju og von um góðar viðtökur,

F.h stjórnar FÍG

Arna Arnardóttir

SAMSPIL

helenaFélag Íslenskra Gullsmiða stendur fyrir samsýningu á skartgripum í Hörpu, sem ber heitið SAMSPIL. Á sýningunni mun margvísleg efnisnotkun, tíska og hefðir mætast. Gullsmiðirnir/hönnuðurnir hafa ólíkan bakgrunn sem gerir afraksturinn sérlega fjölbreyttan og skemmtilegan.
Opnun sýngarinnar verður 27.mars kl:18. Sýningin mun standa til 30.mars.

Hádegisfyrirlestur Gunnars Karlssonar

Þriðjudag 18. 3. flytur Gunnar hádegisfyrirlestur um Sigurð Vigfússon. Hann var forstöðumaður Forngripasafnsins, sem síðar fékk nafnið Þjóðminjasafn Íslands, frá því um 1880 til dauðadags 1892. Hann var af fátæku fólki kominn, ólæs 14 ára gamall samkvæmt vitnisburði sóknarprests og fór ekki í skóla. Síðar nam hann gullsmíði í Kaupmannahöfn og stundaði þá iðju í Reykjavík þangað til hann tók við safninu.

 

Hann gætti ekki aðeins Forngripasafnsins heldur kannaði fornleifar um mikinn hluta landsins og stjórnaði meðal annars fornleifagrefti á Þingvöllum. Eftir á hefur þetta starf Sigurðar orðið fyrir mikilli gagnrýni og skopi fræðimanna vegna trúgirni hans á Íslendingasögur. Í fyrirlestrinum er þessi meðferð á Sigurði könnuð og sýnt fram á að hann hafi unnið markvert rannsóknarstarf og varla staðið sig miður en hver annar háskólamenntaður fræðimaður.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis (ath. þessi tilkynning barst aðeins fáum stundum fyrir viðburðinn).

ÍSLANDSMÓT IÐN- OG VERKGREINA

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Kórnum Kópavogi  6. – 8. mars og er keppnin sú stærsta til þessa. 5 gullsmíðanemar taka þátt nú í fyrsta sinn. Það er hollt fyrir sálina að sjá unga fólkið að störfum og eflir bjartsýni, eftir nokkur dimm og drungaleg ár. Framhaldsskólar landsins taka þátt í mótinu og verða með kynningu á starfsemi sinni. Nánar á vef SI.

Þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafninu.

tjodbunSunnudaginn 9. mars verður þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni Íslands og fólk hvatt til að mæta í þjóðbúningi síns heimalands. Dagskrá hefst klukkan 14 með dansi í anddyri safnsins en klukkan 15 verður leiðsögn um sýninguna Silfur Íslands.

Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra en gestir í þjóðbúningi fá ókeypis aðgang þennan dag. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga búning að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska þjóðbúninga að koma og sjá fjölbreytni þeirra. Mögulegt verður að fá aðstoð við uppsetningu höfuðbúnaðs á safninu.

Að þjóðbúningadeginum standa Þjóðminjasafn Íslands, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Þjóðbúningaráð og Þjóðdansafélagið.

Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður fjallar um hönnun sýningarinnar Silfur Íslands í Þjóðminjasafni.

Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 12 mun Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og listrænn stjórnandi sýningarinnar Silfur Íslands halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu.  Í erindi sínu fjallar Steinunn um sýn sína og Páls Hjaltasonar hönnuðar, á þeim fjársjóði sem silfurgripir í Þjóðminjasafni Íslands eru og hvernig hugmyndir um uppröðun gripanna kviknuðu og þróuðust. Þá segir Steinunn frá samvinnu við sérfræðinga Þjóðminjasafnsins og flókinni framkvæmd þegar kom að uppsetningu á sýningunni en um tvö þúsund silfurgripir eru sýndir. Fyrirlestur Steinunnar er öllum opinn.

Afmælisár FÍG – 2014

Ágætu félagsmenn

Nú er 90 ára afmælisár félagsins 2014 gengið í garð. Af því tilefni munum við efna til nokkurra viðburða á árinu. Fyrst ber að nefna að haldin verður afmælissýning í samvinnu við Hönnunarsafn Íslands. Sýningin mun opna í október en stofndagur félagsins er 19. október 1924.

Undirbúningur sýningarinnar hefst í febrúar með því að gullsmiðir heimsækja Hönnunarsafn Íslands. Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins tekur á móti okkur þriðjudaginn 11. febrúrar kl. 18:30 og kynnir fyrir okkur safnið og markmið þess, sem meðal annars er að byggja upp safnkost af íslenskri hönnun. Þess má geta að munir safnsins af íslenskri gull- og silfursmíði er nánast enginn og því eitt af markmiðum afmælisársins að auka við hann.

Í þriðju viku febrúar stendur afmælisnefndin fyrir námskeiði í listasögu, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur tekur að sér að fræða okkur. Á námskeiðinu verður þema sýningarinnar mótað og verður það haldið í sal Samtaka iðnaðarins að Borgartúni 35. Dagsetning og þátttökutilkynning verður send út síðar.

Fleiri atburðir á “Afmælisárinu“ verða kynntir síðar og afmælisnefndina skipa :

 

Edda Bergsteinsdóttir       s. 690 3935           edda@seddab.is

Halla Bogadóttir                s. 661 7797           halla@kraum.is

Sif Ægisdóttir                     s. 691 1855           hunoghun@hunoghun.is

 

Með kveðju,

Afmælisnefnd Félags íslenskra gullsmiða

Félagar, stöndum saman.

Félag íslenskra gullsmiða ætlar að halda Þorrablót þann 7. febrúar nk. á Kaffi Reykjavík sem hefst kl. 19:00 og kostar 4.300 á mann.  Ef fólk borðar ekki punga og þessháttar þá er ekkert mál að kaupa af matseðli.  Hittumst og höfum gaman saman.

Skráning hjá Maríu Hallbjörnsdóttur

Húsi atvinnulífsins

maria@husatvinnulifsins.is

gsm 824 6104 bs 591 0032

Ágætu gullsmiðir.

Hönnunarmars í ár verður haldinn dagana 27.-30. mars og að þessu sinni mun Félag íslenskra gullsmiða standa fyrir veglegri sýningu í Hörpunni sem ber heitið SAMSPIL. Það er frábært tækifæri fyrir okkur að vera á þessum stað, þar sem mikið er um að vera í Hörpunni og fjöldi fólks mun án efa leggja leið sína þangað þessa helgi. Ákveðið hefur verið að bjóða fleiri hönnuðum að sýna með okkur þ.e.a.s. hönnuðum í fagfélögum innan Hönnunarmiðstöðvarinnar.

Sýningarnefnd FÍG.